Búið er að draga í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í febrúar, margir áhugaverðir leikir verða á dagskrá.
Lærisveinar Pep Guardiola get fagnað örlítið en liðið mætir þýska liðinu Borussia Mönchengladbach. Bayern sem vann keppnina í sumar mætir Lazio og ættu að fara áfram.
Chelsea sem vann sinn riðil fær erfitt verkefni þegar liðið mætir Atletico Madrid. Liverpool mætir svo RB Leipzig.
Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus mæta Porto sem héldu fimm sinum hreinu í riðlakeppninni. Stærsti leikurinn verður svo viðureign PSG og Barcelona.
Drátturinn:
Borussia Mönchengladbach – Manchester City
Lazio – FC Bayern
Atletico Madrid – Chelsea
RB Leipzig – Liverpool
Porto – Juventus
Barcelona – PSG
Sevilla – Dortmund
Atalanta – Real Madrid