Bresk stjórnvöld, hækkuðu í dag viðbúnaðarstig sitt vegna Covid-19 í London og Suðaustur hluta Bretlands, viðbúnaðarstigið er nú á þriðja stigi en var áður á öðru stigi.
Hækkandi viðbúnaðarstig á þessum svæði þýðir það að knatspyrnufélög á þessum svæðum mega ekki taka á móti stuðningsmönnum á sínum völlum. Nýlega hafði þessum félögum, sem leika í efri deildum Englands, verið leyft að taka á móti 2000 stuðningsmönnum.
Heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, tilkynnti þessar hertu aðgerðir stjórnvalda í dag. Ástæðan fyrir hertum aðgerðum er aukning í Covid-19 smitum á þessum svæðum.
„Það er með trega sem við tilkynnum að við getum ekki tekið á móti stuðningsmönnum á miðvikudaginn þegar að við fáum Southampton í heimsókn á Emirates völlinn,“ sagði í tilkynningu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal í dag.
Hertu aðgerðirnar munu þó ekki hafa áhrif á stuðningsmenn Liverpool sem fá að mæta á Anfield á miðvikudaginn, þegar Liverpool tekur á móti Tottenham í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar.