Kristian Hlynsson, var í fyrsta skipti í byrjunarliði Jong Ajax í kvöld er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn De Graafschap í hollensku B-deildinni.
De Graafschap komst í stöðuna 2-1 í leiknum en á 57. mínútu jafnaði Sontje Hansen leikinn fyrir Jong Ajax.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Jong Ajax er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 16 leiki.
Kristian gekk til liðs við Ajax á síðasta ári frá Breiðablik. Hann er miðjumaður sem hefur leikið 10 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.