fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Paolo Rossi er látinn – Einn af bestu knattspyrnumönnum Ítala fyrr og síðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 05:49

Paolo Rosso og liðsfélagar með HM-bikarinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paolo Rossi er látinn, 64 ára að aldri. RAI TV tilkynnti þetta í morgun en Rossi hafði starfað fyrir sjónvarpsstöðina að undanförnu. Hann er talinn einn af bestu knattspyrnumönnum Ítala fyrr og síðar en hann lék með Juventus og AC Milan og varð heimsmeistari með Ítalíu 1982.

„Mjög sorglegar fréttir: Paolo Rossi er ekki lengur meðal okkar,“ tísti Enrico Varriale, þulur hjá RAI Sport, í morgun. „Ógleymanlegur Pablito sem við urðum öll ástfangin af sumarið 1982 og hefur verið dýrmætur og góður starfsfélagi hjá RAI síðustu ár. Hvíl í friði elsku Paolo,“ skrifaði hann einnig.

Eiginkona Rossi, Cappelletti Federica, birti mynd af sér og Rossi á Instagram skömmu eftir að tilkynnt var um andlát hans en sagði ekkert um dánarorsökina.

Rossi er almennt talinn einn af bestu framherjum allra tíma og fáir hafa gleymt afrekum hans á HM 1982 sem fór fram á Spáni. Í úrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi skoraði hann fyrsta markið og á fyrri stigum keppninnar skoraði hann þrennu á móti Brasilíu. Rossi var markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar og fékk einnig Golden Ball og Ballon d‘Or þetta sama ár.

En ferill Rossi var ekki alveg hnökralaus. 1980 var hann dæmdur í þriggja ára bann eftir að upp komst að samið hafði verið um úrslit í leik Perugia, þar sem hann lék sem lánsmaður, og Avellino. Mafían kom þar við sögu. Rossi þvertók fyrir aðild að málinu og leikbannið var stytt í tvö ár og byrjaði hann aftur að spila tveimur mánuðum fyrir HM og rétt náði því að vera með í lokakeppninni.

Hann lék allan sinn feril á Ítalíu og sigraði tvisvar í deildakeppninni og í Evrópukeppninni með Juventus 1984.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Frábær sigur Brentford

England: Frábær sigur Brentford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili
433Sport
Í gær

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“
433Sport
Í gær

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“