fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Arnar Þór Viðarsson einn af þeim sem KSÍ hefur rætt við

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 10. desember 2020 19:35

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson er einn þeirra þjálfara sem KSÍ hefur rætt við sem næsta þjálfara hjá A-landsliði karla í knattspyrnu. Þetta staðfestir hann í samtali við Stöð 2.

Erik Hamrén lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum þegar ljóst var að liðið kæmist ekki á Evrópumótið næsta sumar.

Arnar, sem er þjálfari undir 21 árs landsliðs karla, segir að ekki sé búið að bjóða honum starfið. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið.

Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar – er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta,“ sagði Arnar við Stöð 2.

Arnar segir að KSÍ hafi einnig rætt við aðra þjálfara. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara.“

Ljóst er að U-21 árs landsliðið þarf nýjan þjálfara taki Arnar við A-landsliðinu. U-21 liðið mun spila í lokakeppni Evrópumótsins á sama tíma og A-landsliðið spilar í undankeppni Heimsmeistaramótsins í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist

Real Madrid setur meiri kraft í viðræðum við Trent og eru nokkuð öruggir á því að þetta klárist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Knattspyrnudómari grunaður um kynferðisbrot gegn barni – Handtekinn í Miami

Knattspyrnudómari grunaður um kynferðisbrot gegn barni – Handtekinn í Miami
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher bugaður í beinni þegar flautað var til leiksloka í Guttagarði – Stráðu salti í sár hans

Carragher bugaður í beinni þegar flautað var til leiksloka í Guttagarði – Stráðu salti í sár hans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þekktust fyrir að sofa hjá 100 karlmönnum á 14 klukkustundum – Er nú í sambandi með frægum knattspyrnumanni

Þekktust fyrir að sofa hjá 100 karlmönnum á 14 klukkustundum – Er nú í sambandi með frægum knattspyrnumanni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina
433Sport
Í gær

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald