fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Katar tekur þátt í Undankeppni HM í Evrópu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 21:00

Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM í gær / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landslið Katar, tekur þátt í undankeppni HM, þrátt fyrir að vera með tryggt sæti á mótinu sökum þess að mótið fer fram í Katar. Evrópska knattspyrnusambandið og Asíska knattspyrnusambandið hafa gert með sér samkomulag sem tryggir þetta. The Independent greindi frá.

Katar mun taka þátt í undankeppninni sem fram fer á meðal Evrópuþjóða. Hugsunin á bak við það að leyfa Katar að taka þátt á mótinu er sú að hægt er að fækka riðlunum sem eru aðeins með fimm lið og þá fær landslið Katar leiki til þess að undirbúa sig fyrir lokakeppni Heimsmeistaramótsins sem fer fram árið 2022.

Afar ólíklegt er að stig verði í boði í leikjum Katar. Litið verður á leikina sem vináttuleiki

Heimildir The Independent herma að líklegast sé að landslið Katar verði sett í A-riðil. Um er að ræða fimm liða riðil sem yrði þá sex liða riðill með tilkomu Katar. Írland, Portúgal, Luxemborg, Serbía og Azerbaijan eiga sæti í riðlinum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem landslið Katar er með sæti í keppni sem er haldin af knattspyrnusamböndum annarra heimsálfa. Liðið tók þátt í Álfukeppninni (Copa America) árið 2019.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kom að tveimur heimsfrægum mönnum nöktum í mjög óvenjulegri sturtu

Kom að tveimur heimsfrægum mönnum nöktum í mjög óvenjulegri sturtu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Mbappe sé að eyðileggja fyrir Vinicius

Segir að Mbappe sé að eyðileggja fyrir Vinicius
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enski bikarinn: Liverpool úr leik eftir mjög óvænt tap

Enski bikarinn: Liverpool úr leik eftir mjög óvænt tap
433Sport
Í gær

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“
433Sport
Í gær

Hefur áhyggjur af Pogba – Gæti tekið búningsklefann úr jafnvægi

Hefur áhyggjur af Pogba – Gæti tekið búningsklefann úr jafnvægi
433Sport
Í gær

Aron furðar sig á þessari tuggu – „Mér finnst þetta svolítið skrýtin umræða“

Aron furðar sig á þessari tuggu – „Mér finnst þetta svolítið skrýtin umræða“
433Sport
Í gær

Spánn: Stórleiknum lauk með jafntefli

Spánn: Stórleiknum lauk með jafntefli