Lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni fór fram í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði hjá sínum liðum.
Ísak Bergmann spilaði allan leikinn með Norrköping þegar þeir tóku á móti Helsingborg. Leiknum lauk með 3-4 sigri gestanna. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Ísak átti stoðsendingu í fyrsta marki Norrköping. Stoðsendingin var hans tíunda á tímabilinu.
Norrköping endaði í fimmta sæti með 46 stig og Helsingborg í því fimmtánda með 26 stig. Helsingborg er þar með fallið.
Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn í liði Malmö er þeir tóku á móti Östersunds. Malmö, sem hafði þegar tryggt sér titilinn, sigraði leikinn örugglega 4-0.
Östersund endaði í 13. sæti með 33 stig.
Norrköping 3 – 4 Helsingborg
0-1 Alex Andersson (2′)
1-1 Jonathan Levi (7′)
2-1 Christoffer Nyman (12′)
2-2 Anthony van der Hurk (17′)
2-3 Anthony van der Hurk (21′)
3-3 Sead Hakšabanović (24′)
3-4 Max Svensson (43′)
Malmö 4 – 0 Östersunds FK
1-0 Anders Christiansen (7′)
2-0 Isaac Thelin (8′)
3-0 Anders Christiansen (29′)
4-0 Eric Larsson (34′)
12′ Nyman med vänstern förbi Ian Pettersson och hemmalaget i ledning. Återigen assist av Ísak BJ.#IFKHEL | 2–1 | #ifknorrkoping ⚪️🔵
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) December 6, 2020