fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
433Sport

Katrín Ómars í þjálfarateymi KR

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 23. nóvember 2020 19:43

Katrín Ómarsdóttir er nýr aðstoðarþjálfari KR. Mynd/KR.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ómarsdóttir hefur skrifaði undir tveggja ára samning sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR. Katrín, sem er 33 ára, hefur spilað 119 leiki í efstu deild hérlendis og skorað í þeim 40 mörk. Hún á einnig að baki 69 landsleiki þar sem hún skoraði 10 mörk.

Katrín hefur spilað með KR síðastliðin fjögur tímabil. Hún spilaði einnig með KR frá 2001 til 2009 þegar hún fór í atvinnumennsku. Erlendis spilaði Katrín meðal annars með Liverpool.

Í tilkynningu sem KR sendi frá sér í dag segir að knattspyrnudeildin bindi miklar vonir við Katrínu í því uppbyggingarstarfi sem framundan er hjá félaginu. Katrín hefur reynslu af þjálfun yngri flokka. Hún var einnig aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR árið 2018.

Katrín hefur ekki gefið út að hún sé hætt í fótbolta. Hún gæti því orðið spilandi aðstoðarþjálfari í Lengjudeildinni á komandi leiktíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jökull á heimleið

Jökull á heimleið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill taka við enska landsliðinu

Vill taka við enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Víkingar mæta albönsku meisturunum

Víkingar mæta albönsku meisturunum