fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Sár úr æsku rifna þegar Óli Stefán heyrir nafn sitt í fjölmiðlum: „Áfengi í sömu setningu og brengluð sjálfsmynd og óöryggi?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eru þjálfarar lagðir í einelti ?,“ það er svona sem pistill knattspyrnuþjálfarans Óla Stefán Flóventsson hefst. Óli Stefán var rekinn úr starfi hjá KA á þessu ár en hefur tekið Sindra í neðri deildum, þar þjálfaði hann áður. Pistlar Óla vekja oftar en ekki athygli en hann segir í þessum pistli frá einelti sem hann varð fyrir í æsku, fjallar um fjölmiðla og hvernig þeir haga sér. Hann veltir þeirri spurningu upp hvort eineltið í æsku hafi orðið til þess að hann misnotaði áfengi en Óli Stefán hefur verið edrú í ellefu ár.

Óli Stefán skrifar pistilinn á Facebook síðu sína og veltir þessum spurningum upp. „Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í efstu deildum á Íslandi. Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar,“ skrifar Óli og kveðst fagna umfjöllun og þá sérstaklega þeirri aukningu sem hefur orðið í umfjöllun um kvennafótbolta.

Vitnar í orð Aristóteles:

Óli Stefán ritar um samfélagsmiðla og áhrif þeirra. „Á sama tíma hafa samfélgasmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn.
Aristóteles segir : „Öllum mönnum er þekkingarþrá í blóð borin“. Ef skoðun er vel rannsökuð og rökstudd getum við verið að tala um gagnrýni. Ef skoðun er hent fram óunnin eða eftir tilfinningu er það ekki gagnrýni heldur skoðun,“ skrifar Óli Stefán.

Oft reknir vegna óraunhæfra krafa
Óli Stefán gerði góða hluti með Grindavík áður en hann tók við KA þar sem hann starfaði í eitt og hálft ár. „Ég hef semsagt verið að þjálfa í efstu deildum í fimm ár, eitt ár í B deild og fjögur ár í A deild. Ég hef eytt mörgum árum í menntun í þjálffræði og er með UEFA Pró license frá norska knattspyrnusambandinu. Þar lærði ég t.d um það að vera rekinn því það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir“.“

Óli Stefán gerir orð Ólafs Kristjánssonar að sínum „Það er fjallað um starf okkar þjálfara mjög opinskátt, enda eru allir sérfræðingar í starfinu okkar. Ólafur Kristjánsson fyrrverandi þjálfri FH sagði í samtali við fjölmiðil þegar hann var spurður út í harða „gagnrýni“ á sig (Ég ætla að segja harða skoðun á honum) Óli, sem er einn af þeim allra bestu sem við eigum, svaraði svona : „Þú elskar íþróttina, ert áhugamaður um hana og hefur skoðun á henni. Ég er sérfræðingur um hana, hef menntun og reynslu í knattspyrnuþjálfun. „ Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands,“ skrifar Óli.

© 365 ehf / Andri Marinó

Líkir umfjöllun í hlaðvörpum við einelti:

Óli Stefán fjallar um álit fólks á sér og segir. „Áður en ég byrja þar þá vil ég taka það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt. Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun…….. Hvað kallast þessi hegðun aftur ? „Skilgreining á einelti er að það þegar einstaklingur er oft tekinn fyrir , þegar hann eða hún er óvarin(n) fyrir neikvæðum atgangi eins eða fleiri einstaklinga“ (Olweus 1993).“

Hann segir umfjöllun í hlaðvörpum oft jaðra við einelti „Einnig má tala um andlegt einelti sem munnlegt einelti líka, en þá eru orð notuð í neikvæðum tilgangi til þess að valda þjáningum annarra. Dæmi um munnlegt einelti er slúður, niðurlæging og stríðni“ (Suckling 2001) Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælastu podcöst landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.
Ég þarf ekkert að leita vel og innilega til að finna fyrir þessu í garð allra þjálfara á Íslandi og út um allan heim.
Í síðasta viðtali sem ég fór í eftir leik við Fjölni sem endaði 1-1 í sumar var borin upp „spurning“ á þá leið að það væri altalað að liðið mitt kýli bara boltanum eitthvað, ekkert plan eða neitt. Heldur fólk í alvöru að mitt upplegg í leik sé þannig þegar að öll vikan hefur farið í undirbúning leiksins ?.“

Var lagður í einelti sem barn:

Óli segir svo frá því að hann hafi verið lagður í einelti á sínum yngri árum og skrifar. „Af hverju er ég að velta þessum steinum ? Áður hef ég talað um að hafa verið hjá sálfræðingi til að vinna úr áfalli sem ég varð fyrir. Í þessari vinnu fór ég að kafa í ástæður þess að ég hef neikvæða, brenglaða sjálfsmynd og bý yfir miklu óöryggi. Af hverju eru þessi þyngsli og kvíði ? Af hverju misnotaði ég áfengi ? Geta virkilega legið tengsl þarna á milli ? Áfengi í sömu setningu og brengluð sjálfsmynd og óöryggi ?“

Óli Stefán hefur verið edrú í ellefu ári og hefur náð góðum árangri í þjálfun á þeim tíma. „Fyrir þá sem ekki vita átti ég ellefu ára edrú-afmæli núna 26. Október og ég hef verið þjálfari síðan ég varð edrú. Ég þekki eineltið aðeins of vel. Nokkrum sinnum hef ég komið inná það að ég var lagður í einelti í skóla þegar ég var yngri. Útlitið á mér var þannig að ég var með framstæðar tennur og leið mjög illa yfir því.“

Óli Stefán segist ekki fylgjast með umræðu um sig, það rífi upp gömul sár. „Ég hef slökkt á allri umræðu um fótboltann hér á Íslandi því ég er hræddur um að ég verði nefndur á nafn þar og þeir sem hafa vopnin, míkrófón, tölvu eða sjónvarps cameru geri árás. Um leið og ég sé eða heyri nafnið mitt slekk ég. Þetta eru æsku-sárin að rifna !“

„Mér líður mun betur og ræð betur við starfið mitt þegar ég hlusta ekki. Áhuginn ástríðan og gleðin eru að koma aftur. Ég tók að mér þriðjudeildar lið Sindra eftir að hafa verið rekinn frá KA í sumar. Ég á svo sannarlega minn hlut í því að hafa verið rekinn enda gerði ég mörg mistök. Engu að síður er ekki hægt að koma í veg fyrir þá hugsun að sí-endurteknar neikvæðar, særandi og mótandi skoðanir á mér hafi haft eitthvað að segja með það.“

Hann endar pistil sinn svo á að tala um brottrekstur sinn frá KA. „Átta mánuðum áður en ég var rekinn, hafði ég stýrt KA í fimmta sæti efstu deildar sem er besti árangurs liðsins í tæp 20 ár, en í vetur töluðu allir í kringum mig um að það hafi verið heppni. Af tólf árum í þjálfun hef ég aðeins einu sinn gert verr árið eftir heldur en árin á undan, s.s nánast alltaf bætt liðin mín. Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð.“

Pistil Ólafs má lesa í heild hérna að neðan.

Eru þjálfarar lagðir í einelti ?

Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í…

Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, 12 November 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Í gær

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Í gær

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands