Íslenska karlalandsliðið var tveimur mínútum frá því að komast inn á Evrópumótið þegar liðið mæti Ungverjalandi í kvöld. Ísland var 1-0 yfir fram á 88 mínútu.
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir snemma leiks og staðan var 1-1 allt fram til 88 mínútu þegar Loic Nego jafnaði fyrir gestina.
Íslenska liðið fékk svo gott færi til að komast aftur yfir en flóðgáttir höfðu opnast og Dominik Szoboszlai tryggði Ungverjum sigur í uppbótartíma með góðu skoti. Sigur heimamanna staðreynd
Þetta hafði þjóðin að segja yfir leiknum.
Fuck it! Þessir drengir eru samt gjörsamlega frábærir! Er farinn uppí rúm í fósturstellinguna. Góða nótt
— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 12, 2020
Frábær barátta. Eins og alltaf. Þetta lið, þessi strákar, hafa fyllt okkur stolti og gefið þjóðinni hvert ævintýrið á eftir öðru. Það stóð tæpt núna. Og mun takast næst. #AframIsland
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) November 12, 2020
Sýnir bara svart á hvítu að Aron Einar er mikilvægasti leikmaður liðsins.
— Reynir Elís* (@Ramboinn) November 12, 2020
Ég verð aldrei samur, þetta er ekkert flóknara…
— Alexander Freyr (@alexander_freyr) November 12, 2020
Þessi leikur var fyrir allan peninginn. Hafið þökk fyrir drengir. Þið eruð og hafið verið frábærir síðustu ár. Magnað lið.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) November 12, 2020
Þarna dó e-ð inní manni!!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) November 12, 2020
— Egill Einarsson (@EgillGillz) November 12, 2020
Grátlegra verður það ekki. Hetjuleg frammistaða hjá strákunum sem voru nokkrum mínútum frá því að komast á EM. Vont að missa fyrirliðann á ögurstundu. Skildi eftir sig risaskarð. Uppstokkun framundan á liðinu og þjálfarateymi.😪😪😪
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 12, 2020
Albert Guðmundsson á kyn til knattarins. Skv Íslendingabók var langalangalangömmusystir hans síðasti ættingi hans sem gat ekki haldið bolta á lofti oftar en 890 sinnum. Henni leiddist reyndar fótbolti en synti Húnaflóann fyrst Íslendinga, á leið frá Skaga á dansleik á Ströndum.
— Helgi Seljan (@helgiseljan) November 12, 2020
Hvernig líður mér? Ég er búin að skúra, setja í þvottavél, borða einn og hálfan snakkpoka og pósta mynd á Instagram. Ég er að kafna og þessi leikur er búinn að standa yfir í sjö ár!
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) November 12, 2020
#HUNISL pic.twitter.com/pueluX6aHx
— Árni Jóhannsson (@arnijo) November 12, 2020
Tíminn líður ekkert, eru fleiri sekúndur í mínútunni í Ungverjalandi? #fotboltinet
— Einar Ásmundsson (@einarinho) November 12, 2020
Aron Einar var svona solid 7/10 í einkunn í fyrri hálfleik en er að vinna með 15/10 í seinni þannig heildar einkunn upp á 11.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 12, 2020
Elska þetta viðhorf í íslenska liðinu. Berjast alla leið fyrir hvorn annan. Myndu deyja fyrir félagann. #fotboltinet
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 12, 2020
Ok það var gæji að koma inn á með vettlinga. Hljótum að loka þessu!
— Egill Einarsson (@EgillGillz) November 12, 2020
Hahaha það eru auglýsingar fyrir "tippmix" á auglýsingaspjöldunum á landsleiknum. Og nei ég er ekki þroskaðari en þetta. #HUNICE #fotboltinet
— Arnar Kjartansson (@arnar111) November 12, 2020
Er búnað vera í landsliðstreyju í allan dag..Mig klæjar undan henni. En vil ekki fara úr henni fyrr en eftir leikin.
VIl ekki eyðilegggja þetta fyrir öllum#HUNICE #fotboltinet— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) November 12, 2020
Ef þú ert ungverskur og heitir Péter Gulácsi, er það ekki svipað og að heita Jón Kjötsúpa á Íslandi? Sem minnir mig á blótsyrði sem ungir knattspyrnumenn á Selfossi kenndu erlendum þjálfara sínum, sem það versta á íslensku. “Dómari! Þú vera kjötsúpa!” #fyrirísland #fótbolti #ksí
— Ingi Björn Guðnason (@ingigudna) November 12, 2020
Miklu betri. Miklu betri. Koma svo, klára þetta #hunice #ungisl #fotbolti
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) November 12, 2020
Afhverju snýr gæslan sér upp í stúku..?
— Kökuskrímslið (@hhalldors) November 12, 2020
Gylfi er kannski sá besti en ég held að Kári Árna sé amk top 3 nettasti landsliðsmaður allra tíma.
— Jói Skúli (@joiskuli10) November 12, 2020
Ok formaður fjárhagsnefndar er við það að fá hjartaáfall. Koma svo strákar 💪😀 Áfram Ísland #fotboltinet #Euro2021
— Borghildur Sig (@missbvip) November 12, 2020
"Þetta er okkar fokking leikur" – Kári talar bara tandurhreina enda fagmaður fram í fingurgóma #fotboltinet
— Birgir H. Stefánsson (@BHStefansson) November 12, 2020
OOOO THE GYLFI!!!!!
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) November 12, 2020
Jæja. Ljótasta landsliðsmark Gylfa komið! #HUNISL
— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) November 12, 2020
Hlutabréf í @Icelandair hækkuðu um 25% við þetta mark Gylfa. #fotbolti #ÍslandáEM
— Teitur Örlygsson (@teitur11) November 12, 2020
Stop the count! #fotboltinet
— S. I. Sigbjarnarson (@sigbjarnarson) November 12, 2020
Gylfi Sigurdsson is just the third player to score 25 goals for the Iceland national team.
He's just one away from equalling the all-time record. 🇮🇸 pic.twitter.com/bvHq6A3LxS
— Squawka Football (@Squawka) November 12, 2020
JÁJÁJÁJÁJÁ!!!!!
1-0 #fyririsland
Hver annar en Gylfi Þór Sigurðsson úr aukaspyrnu! pic.twitter.com/Uxav1B365c
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) November 12, 2020
STOP THE COUNT 🇮🇸 #fotbolti
— ErnaLind Teitsdóttir (@elteitsdottir) November 12, 2020
Fyrsta mark Gylfa beint úr aukaspyrnu síðan apríl 2017 á OT pic.twitter.com/Ul8Kpzvrmp
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) November 12, 2020
Elska svona gúllas hendur. #Gulacsi #HUNICE
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 12, 2020
Þessi dómari er að fara hjálpa Ungverjum á EM. #ungisl #fotboltinet
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) November 12, 2020