fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Hannes: Aldrei verið eins sorgmæddur eftir að hafa tapað fótboltaleik

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 22:17

Hannes Þór Halldórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn Ungverjum í kvöld.

„Ég held ég hafi aldrei verið eins sorgmæddur eftir að hafa tapað fótboltaleik,“ sagði Hannes í viðtali eftir leik.

Tapið sé sérstaklega svekkjandi í ljósi þess hversu nálægt því, Íslenska liðið var að tryggja sér sæti á EM.

„Þetta er bara algjörlega grátlegt. Menn voru að gefa allt í þetta en við vorum orðnir dálítið orkulausir.  Við vorum eins nálægt þessu og hægt var,“ sagði Hannes.

Aðspurður um framtíðina hjá landsliðinu kvaðst Hannes lítið vita um hana.

„Ég hef ekki hugmynd um það, það verður að koma í ljós seinna,“ sagði Hannes.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir

Arteta gefur í skyn að hann muni ekki gera það sem margir kalla eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfengisbanninu verði ekki aflétt

Áfengisbanninu verði ekki aflétt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Fjalar ráðinn til Vals