fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
433EyjanSport

Allt frá því að hann gagnrýndi Kínverja hefur leiðin legið niður á við – Tengjast íþróttir og stjórnmál?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 07:45

Özil þegar allt lék í lyndi hjá Arsenal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember á síðasta ári gagnrýndi knattspyrnumaðurinn Mesut Özil, sem spilar með enska liðinu Arsenal, kínversk stjórnvöld. Gagnrýnin snerist um meðferð Kínverja á úígúr múslimum sem búa í Xinjiang. Eftir þetta hefur leiðin legið niður á við hjá Özil hvað varðar knattspyrnuferilinn og nú er svo komið að hann er ekki á leikmannaskrá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni eða Evrópukeppninni. Málið hefur vakið upp vangaveltur um hvort Özil hafi vitað hvað hann var að gera þegar hann gagnrýndi Kínverja og um tengsl stjórnmála og íþrótta.

Özil setti gagnrýnina fram í færslu á Twitter en hann er með um 75 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum.

„Þeir brenna Kóraninn þeirra. Þeir loka moskunum þeirra. Þeir gera skólana þeirra ólöglega. Þeir drepa heilaga menn þeirra. Karlarnir eru neyddir í fangabúðir en konurnar eru neyddar til að giftast kínverskum körlum,“

skrifaði hann á tyrknesku að því að The Guardian segir. Özil er af tyrkneskum ættum en fæddur og uppalinn í Þýskalandi.

Özil lék með þýska landsliðinu um árabil.

Færslan snerist um þær 12 milljónir úígúra sem búa í Xinjiang en alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt meðferð Kínverja á þeim. Mál þeirra eru sérstaklega viðkvæm fyrir Kínverja sem þola illa gagnrýni á alþjóðavettvangi og taka öllu slíku illa, hvað þá þegar heimsþekkt fólk gagnrýnir þá. Það að heimsþekktur knattspyrnumaður, með 75 milljónir fylgjenda á Twitter, gagnrýni kínversk stjórnvöld opinberlega er eitthvað sem Kínverjar taka ekki af neinni léttúð. Stjórnvöld vita sem er að gagnrýni Özil nær kannski ekki svo mikið til kínverskrar alþýðu, enda sæta samfélagsmiðlar mikilli ritskoðun í Kína eins og allt annað, en þau vita að hann hefur áhrif á fólk um allan heim og álit þeirra á Kína.

Botnfrosið samband

Málið setti Arsenal í slæma stöðu því Kína er mikilvægur markaður fyrir ensk knattspyrnulið en mikill áhugi er á ensku knattspyrnunni í Kína. Það má segja að samband Özil og Arsenal hafi frosið skyndilega við þetta og viðbrögð Arsenal létu ekki á sér standa:

„Þetta er persónuleg skoðun Özil. Sem knattspyrnulið hefu Arsenal alltaf lagt áherslu á að blanda sér ekki í stjórnmál,“

sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Özil og Arteta. Mynd:GettyImages

En viðbrögð Kínverja voru áþreifanleg og leyndust engum. Özil var fjarlægður úr hinum vinsæla tölvuleik Pro Evolution Soccer og leikur Arsenal gegn Manchester City var ekki sýndur í sjónvarpi eins og til stóð. En Özil lét þetta ekki stöðva sig og hélt sínu striki og virtist vera sama um fjárhagslegar og persónulegar afleiðingar þessa og stóð við skoðanir sínar.

Enska úrvalsdeildin hefur lengi reynt að komast inn á kínverska markaðinn og er þá sérstaklega horft til hádegisleiksins á laugardögum sem hentar vel fyrir kínverskt sjónvarp því þá er kvöld þar. En þetta hefur ekki enn borið árangur.

Launalækkun

Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á bað Arsenal leikmenn sína um að taka á sig launalækkun. New York Times segir að Özil hafi þá beðið Arsenal um að gera grein fyrri hvernig ætti að nota þá peninga sem myndu sparast. Gat félagið ábyrgst að almennir starfsmenn myndu ekki missa vinnuna ef hann tæki á sig launalækkun? Hann virðist ekki hafa fengið greinargóð svör við þessu og samþykkti því ekki að taka á sig launalækkun. Arsenal sagði síðan 55 starfsmönnum upp.

Á yfirstandandi keppnistímabili hefur Arsenal síðan stigið skrefið til fulls og ýtt Özil út úr liðinu og nú æfir hann með ungmennaliði félagsins. Fyrir þetta fær hann að sögn 350.000 pund á viku en hann er einn launahæsti, ef ekki launahæsti leikmaður liðsins, og fær Arsenal ekkert fyrir þann pening þessar vikurnar. Umboðsmaður hans hefur gagnrýnt Arsenal fyrir þetta en félagið og knattspyrnustjórinn, Mikael Arteta, standa fast á því að ekkert annað en fagleg knattspyrnuleg sjónarmið liggi að baki þessari ákvörðun.

Özil hefur haldið sínu striki, mætir á æfingar með ungmennaliðinu, hvetur Arsenal áfram á samfélagsmiðlum þegar liðið spilar og sinnir mannúðarstörfum eins og áður. Til dæmis lét hann mikið að sér kveða í síðustu viku við dreifingu á mat til fátækra barna í nokkrum hverfum Lundúna en skólafrí var í Englandi í síðustu viku og fengu börnin ekki mat í skólamötuneytunum eins og þau eru vön. Fyrir mörg þeirra er þetta nánast eini maturinn sem þau fá því ekki er úr miklu að moða heima hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Giggs gæti verið að landa starfi í þjálfun eftir nokkurt hlé – Hæg heimatökin

Giggs gæti verið að landa starfi í þjálfun eftir nokkurt hlé – Hæg heimatökin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var 18 ára þegar fertugur Maradona vildi borga fyrir nektarmyndir – Svona er líf hennar í dag

Var 18 ára þegar fertugur Maradona vildi borga fyrir nektarmyndir – Svona er líf hennar í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn Sporting óttast að Amorim reyni að taka þessa fjóra leikmenn með sér

Forráðamenn Sporting óttast að Amorim reyni að taka þessa fjóra leikmenn með sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Konate ekki alvarlega meiddur

Konate ekki alvarlega meiddur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hlustaðu á Messi frekar en Ballon d’Or

Hlustaðu á Messi frekar en Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Birkir tryggði sigurinn á Ítalíu – Jón Daði spilaði sinn fyrsta leik

Birkir tryggði sigurinn á Ítalíu – Jón Daði spilaði sinn fyrsta leik
433Sport
Í gær

Versta byrjun United frá 1986

Versta byrjun United frá 1986