Daníel Leó Grétarsson er genginn til liðs við enska C-deildar liðið Blackpool frá norska úrvalsdeildarliðinu Álasund.
Daníel gerir tveggja ára samning við Blackpool með möguleika á því að bæta einu ári við samninginn.
,,Ég er mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Blackpool, ég get ekki beðið eftir því að hefjast handa hjá félaginu. Ég hlakka til að hitta liðsfélagana og starfsliðið. Ég ætla að hjálpa félaginu að ná árangri,“ sagði Daníel í viðtali sem var birt á heimasíðu Blackpool.
Daníel Leó er 25 ára varnarmaður. Hann gekk til liðs við Álasund frá Grindavík á sínum tíma. Hann spilaði 117 leiki fyrir Álasund og skoraði í þeim leikjum 5 mörk.
Neil Critchley, þjálfari Blackpool, er ánægður með komu Daníels.
,,Daníel kemur með mikla reynslu í liðið, bæði frá félagsliðum og landsliðu. Hann lítur á Blackpool sem gott næsta skref á sínum ferli. Við hlökkum til að vinna með honum.“
🇮🇸 𝗩𝗲𝗹𝗸𝗼𝗺𝗶𝗻 í 𝗕𝗹𝗮𝗰𝗸𝗽𝗼𝗼𝗹, 𝗗𝗮𝗻í𝗲𝗹 𝗚𝗿é𝘁𝗮𝗿𝘀𝘀𝗼𝗻
We are delighted to announce the signing of Icelandic international defender Daníel Grétarsson on a two year deal from Norwegian side @AalesundsFK
➡️ https://t.co/OcN7ijJFYB pic.twitter.com/VqVo8LtpUh
— Blackpool FC (@BlackpoolFC) October 5, 2020