fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Frásögnin um gróft einelti í Garðabæ hreyfði við Jóni Daða: „Þeir sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti?“ Það er svona sem bréf sem Jón Daði Böðvarsson landsliðsmaður í knattspyrnu skrifar til Ólívers ungs drengs sem hefur orðið fyrir grófu einelti í Sjálandsskóla í Garðabæ.

DV greindi frá málinu í dag en móðir drengsins, Sigríður Elín Ásmundsdóttir, sagði sögu hans á Facebook og skrif hennar vöktu mikla athygli. Þar skrifaði hún meðal annars. „Það var svo kvöld eitt fyrir stuttu að ég heyrði að hann var að tala við vin sinn sem býr úti á landi; var að segja honum frá strákunum í bekknum og hvað þeir séu grimmir við sig. Ég legg við hlustir og þegar ég heyri barnið mitt segja ,,mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja” brestur hjartað mitt. Elsku strákurinn minn. Ég sem segi honum alltaf að vera bara sterkur, þetta muni lagast.“

Jón Daði sem hefur átti frábæran feril í atvinnumennsku skrifar drengnum bréf í kvöld og birtir á Facebook-vegg Sigríðar. „Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir.“

Jón Daði segir að honum hafi oft liðið illa vegna eineltis og bendir á reynslu sína. „Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfan mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér.“

Jón Daði segist hafa hugsað um sjálfan sig og lagt sig fram við að vera besta útgáfan af sjálfum sér. „ Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir.“

Hann hughreystir svo drenginn unga og segir honum að halda áfram að æfa sig í fótbolta. Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu 👏🏻 Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig.“

Meira:
Grimmilegt einelti í Sjálandsskóla – ,,Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“
433Sport
Í gær

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti
433Sport
Í gær

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar
433Sport
Í gær

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið
433Sport
Í gær

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir