fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
433Sport

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið hjá Mason Greenwood framherja Manchester United og enska landsliðsins gengur ekki vel fyrir sig þessa dagana. Eftir einnar nætur gaman og brot á sóttvarnarreglum í Reykjavík hefur Greenwood einnig komið sér í klípu hjá félagsliði sínu.

Greenwood og samlandi hans Phil Foden komust í heimsfréttirnar eftir að þeir buðu tveimur íslenskum stúlkum á hótel sitt í september og brutu þar sóttvarnarreglur. Þeir voru reknir úr landsliðinu vegna þess og voru ekki valdir nú í október þegar enska landsliðið kom saman aftur.

Greenwood hefur svo ekki fundið taktinn með Manchester United í upphafi tímabils og hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins í sigrum gegn Newcastle og svo PSG í gær.

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hefur sagt að Greenwood sé lítillega meiddur en ef marka má ensk blöð er eitthvað meira á bak við fjarveru hans.

Þannig segir The Times að Greenwood hafi verið tekinn á teppið á dögunum, hann er sagður mæta ítrekað of seint til æfinga. The Times segir að Greenwood hafi verið kallaður til fundar og varaður við því að hinn yrði að fara að haga sér betur en þessi ungi sóknarmaður var frábær á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var algjörlega gleymdur en byrjaði fyrsta leik sinn í næstum 600 daga

Var algjörlega gleymdur en byrjaði fyrsta leik sinn í næstum 600 daga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslensk knattspyrna 2024 er komin út

Íslensk knattspyrna 2024 er komin út