Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF og átti stoðsendingu í 3-0 sigri liðsins á AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Kjartan Henry Finnbogason kom inn á í liði AC Horsens á 57. mínútu og brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma.
Albert Gronbaek kom AGF með marki eftir stoðsendingu frá Jóni Degi á 31. mínútu.
AGF bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Á 92. mínútur fékk AC Horsens vítaspyrnu. Kjartan Henry tók spyrnuna en brást bogalistin.
Jón Dagur og félagar eru eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 5 leiki. AC Horsens er í neðsta sæti deildarinnar með 1 stig.
Þá sat markvörðurinn Fredrik Schram allan tímann á varamannabekk Lyngby sem tapaði 3-2 fyrir Vejle í dönsku úrvalsdeildinni. Lyngby er eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 2 stig.
AGF 3 – 0 AC Horsens
1-0 Albert Groenbaek (’31)
2-0 Patrick Mortensen (’53)
3-0 CAsper Hoejer Nielsen (’68)
Rautt spjald: Bjarke Jacobsen (’66)
Vejle 3 – 2 Lyngby
0-1 Emil Nielsen (’10)
1-1 Saeid Ezzatollahi (’45)
1-2 Jens Martin Gammelby (’62)
2-2 Jacob Schoop (’64)
3-2 Malte Amundsen (’70)
Rautt spjald: Marcel Roemer, Lyngby (’58)