fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433Sport

Freyr Alexandersson á leið til Katar til að aðstoða Heimi Hallgrímsson

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. október 2020 19:48

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands er langt kominn á veg í viðræður við Al-Arabi í Katar um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta herma öruggar heimildir 433.is. Ef ekkert óvænt kemur upp skrifar Freyr undir á næstu dögum.

Sömu heimildir herma að Freyr muni halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Bæði Knattspyrnusamband Íslands og Al-Arabi hafa samþykkt slíkt.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi en hann nýtti sér starfskrafta Freys þegar hann var landsliðsþjálfari Íslands. Með Al-Arabi leikur svo Aron Einar Gunnarsson.

Freyr hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins síðustu rúmu tvö árin með Erik Hamren sem tók við af Heimi. Íslenska landsliðið er í dauðafæri að komast inn á Evrópumótið næsta sumar, liðið leikur til úrslita um laust sæti í nóvember gegn Ungverjalandi.

Samkvæmt heimildum 433.is ætti Freyr að halda af landi brott á næstu dögum til að skrifa undir hjá Al-Arabi.

Heimir Hallgrímsson tók við þjálfun Al-Arabi undir lok árs 2018 og hálfu ári síðar gekk Aron Einar til liðs við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi