fbpx
Þriðjudagur 30.júlí 2024
433Sport

Freyr Alexandersson á leið til Katar til að aðstoða Heimi Hallgrímsson

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. október 2020 19:48

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands er langt kominn á veg í viðræður við Al-Arabi í Katar um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta herma öruggar heimildir 433.is. Ef ekkert óvænt kemur upp skrifar Freyr undir á næstu dögum.

Sömu heimildir herma að Freyr muni halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Bæði Knattspyrnusamband Íslands og Al-Arabi hafa samþykkt slíkt.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi en hann nýtti sér starfskrafta Freys þegar hann var landsliðsþjálfari Íslands. Með Al-Arabi leikur svo Aron Einar Gunnarsson.

Freyr hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins síðustu rúmu tvö árin með Erik Hamren sem tók við af Heimi. Íslenska landsliðið er í dauðafæri að komast inn á Evrópumótið næsta sumar, liðið leikur til úrslita um laust sæti í nóvember gegn Ungverjalandi.

Samkvæmt heimildum 433.is ætti Freyr að halda af landi brott á næstu dögum til að skrifa undir hjá Al-Arabi.

Heimir Hallgrímsson tók við þjálfun Al-Arabi undir lok árs 2018 og hálfu ári síðar gekk Aron Einar til liðs við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ederson viðurkennir að hann gæti kvatt meistarana í sumar

Ederson viðurkennir að hann gæti kvatt meistarana í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Hummels óvæntur eftirmaður hans?

Verður Hummels óvæntur eftirmaður hans?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brighton að ganga frá kaupum á miðjumanni Inter Miami

Brighton að ganga frá kaupum á miðjumanni Inter Miami
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaup á Riccardo Calafiori

Arsenal staðfestir kaup á Riccardo Calafiori
433Sport
Í gær

Óskar Hrafn sækir tvo uppalda KR-inga frá FH – Gætu komið í skiptum fyrir Kristján Flóka

Óskar Hrafn sækir tvo uppalda KR-inga frá FH – Gætu komið í skiptum fyrir Kristján Flóka
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool áritaði Real Madrid treyju – Er í sumarfríi með leikmanni sem vill sannfæra hann

Stjarna Liverpool áritaði Real Madrid treyju – Er í sumarfríi með leikmanni sem vill sannfæra hann
433Sport
Í gær

Segir sorglegt að horfa á eftir fólkinu sem Ratcliffe rekur núna – „Erum að tala um fólk sem ég hef þekkt í tuttugu ár“

Segir sorglegt að horfa á eftir fólkinu sem Ratcliffe rekur núna – „Erum að tala um fólk sem ég hef þekkt í tuttugu ár“
433Sport
Í gær

Tanja landar starfinu stóra í Kópavogi – Tekur við af Eysteini sem fer í Laugardalinn

Tanja landar starfinu stóra í Kópavogi – Tekur við af Eysteini sem fer í Laugardalinn