Íslenska U21 árs landsliðið vann góðan sigur á Lúxemborg í undankeppni EM en leikið var ytra nú í dag.
Liðið átti að spila við Ítala á föstudag en leiknum var frestað vegna hópsýkingar af COVID-19 í herbúðum Ítala.
Ísak Óli Ólafsson skoraði fyrra mark Íslands eftir hálftíma leik og Sveinn Aron Guðjohnsen bætti við skömmu síðar.
Íslenska liðið er í ágætis færi á að komast upp úr riðli sínum. Liðið situr með 15 stig í þriðja sæti, stigi á eftir Írum og Ítölum.