Smitrakningateymi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tilkynnt að allt starfslið A landsliðs karla fari nú þegar í sóttkví vegna Covid-smits starfsmanns.
Ísland á að mæta Belgíu í Þjóðadeildinin á morgun og eins og sakir standa virðast leikmenn Íslands geta leikið þann leik. Ljóst er að þetta hefur veruleg áhrif á undurbúning liðsins.
Regluleg próf fara fram á öllum starfsmönnum landsliðsins og leikmönnum á meðan verkefni stendur. Þannig var þetta fjórða prófið hið minnsta sem leikmenn og starfslið fer í á rúmri viku.
Undir starfslið falla allir sjúkraþjálfarar, þjálfarar og aðrir aðstoðarmenn. Erik Hamren og Freyr Alexandersson geta því ekki stýrt liðinu á morgun ef þeir eru í sóttkví. Relgur UEFA eru strangar en Þorvaldur Örlygsson sem þjálfari yngri landslið gæti komið til greina í starfið í þessum leik.
Samkvæmt heimildum DV var umræddur starfsmaður greindur með veiruna í morgun, síðan fór fram mótefnamæling en smitið virðist ný til komið.
Eins og staðan er núna bendir ekkert til smits í hópi leikmanna og ekkert sem bendir til þess að leikurinn við Belgíu geti ekki farið fram.