fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

KR fékk skelfileg tíðindi í morgun: Emil sleit krossband og spilar ekkert í sumar – Finnur ristabrotinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Tómas Pálmason og Emil Ásmundsson, leikmenn KR eru báðir meiddir. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson í samtali við 433.is.

Finnur Tómas er ristabrotinn og verður frá næstu vikurnar en Emil Ásmundsson, er með slitið krossband og verður ekkert með í sumar. Emil sleit krossband í leik með KR gegn Fylki fyrir viku síðan, hann gekk í raðir félagsins í vetur frá Fylki.

,,Emil er með slitið fremra krossband, tímabilið eins og það leggur er búið. 8-12 mánuðir, getum ekkert reiknað með honum,“ sagði Rúnar um stöðuna á Emil sem er miðjumaður.

Emil festi takkana í þurru gervigrasi í Egilshöllinni, ekki fyrsti og ekki síðasti leikmaðurinn sem slítur krossband í Egilshöll.

Finnur Tómas var á reynslu hjá Rangers þar sem hann brotnaði. ,,Hann brotnaði hjá Rangers, Finnur þarf að fara í aðgerð. Það eru þrír mánuðir eftir aðgerð, sem hann er frá. Vonandi kemst hann í aðgerð sem fyrst. Finnur missir líklega af byrjun Pepsi Max-deildarinnar.“

Þarf Rúnar að bregðast við þessu og kaupa leikmenn? ,,Við fengum þessar fréttir bara staðfestar í morgun, við þurfum að taka stöðuna. Við erum með breiðan hóp en hann minnkar við þetta. Samkeppnin er minni, við sjáum stöðuna á næstu vikum.“

Finnur Tómas var besti ungi leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni í fyrra þegar KR vann deildina afar sannfærandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Í gær

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Í gær

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum