Thiago Alcantara miðjumaður Liverpool verður frá í næstu leikjum en hann var óleikfær gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Thiago lék 45 mínútur í fyrsta leik Liverpool eftir komuna frá FC Bayern en gat ekki leikið með í gær vegna meiðsla.
Thiago verður einnig fjarverandi gegn Arsenal í deildarbikarnum á fimmtudag og gegn Aston Villa á sunnudag.
„Eftir landsleikjahléið þá á hann að vera í lagi,“ sagði Jurgen Klopp um stöðuna á Thiago en miklar væntingar eru gerðar til hans á Anfield.
„Svona er staðan þessa stundina, hann er ekki með heilsu til þess að spila þessa stundina.“
Thiago hefur átt frábæran feril með FC Bayern og Barcelona en vildi ólmur spila undir stjórn Jurgen Klopp hjá Liverpool.