fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
433Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu – Sveindís Jane með tvennu í sínum fyrsta landsleik

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Lettlandi á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer árið 2022. Ísland hafði unnið alla þrjá leiki sína í F-riðlinum fyrir leikinn. Sigurgangan hélt áfram í kvöld.

Íslenska landsliðið byrjaði af krafti. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta mark leiksins strax á 1. mínútu. Á 7. mínútu var síðan komið að Sveindísi Jane Jónsdóttur að skora sitt fyrsta A-landsliðsmark og það í sínum fyrsta A-landsleik. Staðan orðin 2-0 fyrir Ísland.

Íslenska landsliðið var með algjöra yfirburði á vellinum. Dagný Brynjarsdóttir bætti við tveimur mörkum fyrir Ísland á 19. og 22. mínútu. Sveindís Jane var síðan aftur á ferðinni þegar að hún skoraði fimmta mark Íslands á 32. mínútu. Dagný fullkomnaði síðan þrennuna þegar hún skoraði eftir fyrirgjöf frá Gunnhildi Yrsu á 40. mínútu. Staðan var 6-0 þegar flautað var til leikhlés.

Heldur færri mörk voru skoruð í seinni hálfleik. Á 70. mínútu  varð Karlina Miksone fyrir því óláni að skora sjálfsmark, staðan því orðin 7-0 fyrir Ísland. Alexandra Jóhannsdóttir bætti síðan við 8 marki Íslands á 86. mínútu. Það var svo Karólína Lea VIlhjálmsdóttir sem kórónaði 9-0 sigur Íslands. Frábær frammistaða hjá Íslenska liðinu í kvöld.

Næsti leikur Íslands er þriðjudaginn 22. september, klukkan 18:00 á Laugardalsvelli gegn Svíþjóð. Um stórleik er að ræða þar sem liðin eru jöfn á toppi F-riðils með 12 stig hvor.

Ísland 9 – 0 Lettland
1-0 Elín Metta Jensen (‘1)
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (‘7)
3-0 Dagný Brynjarsdóttir (’19)
4-0 Dagný Brynjarsdóttir (’22)
5-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (’32)
6-0 Dagný Brynjarsdóttir (’40)
7-0 Karlina Miksone (’70 sjálfsmark)
8-0 Alexandra Jóhannsdóttir (’86)
9-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (’91)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfa aftur til Ancelotti

Horfa aftur til Ancelotti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill ekki fara frá United nema þetta gerist

Vill ekki fara frá United nema þetta gerist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool skoðar það að láta tvo leikmenn af hendi upp í kaupverðið á Isak

Liverpool skoðar það að láta tvo leikmenn af hendi upp í kaupverðið á Isak
433Sport
Í gær

Haaland orðinn sá markahæsti

Haaland orðinn sá markahæsti
433Sport
Í gær

Baunar á leikmann Manchester United – ,,Verður aldrei næsti Ronaldo“

Baunar á leikmann Manchester United – ,,Verður aldrei næsti Ronaldo“
433Sport
Í gær

Tvö ensk stórlið á meðal áhugasamra

Tvö ensk stórlið á meðal áhugasamra
433Sport
Í gær

Ekki ljóst hvort Liverpool kaupi mann í stað Trent

Ekki ljóst hvort Liverpool kaupi mann í stað Trent