Hólmar Örn Eyjólfsson er að ganga í raðir Rosenborg í Noregi á nýjan leik. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Hólmar kemur til félagsins frá Levski Sofia en hann er þrítugur. Varnarmaðurinn knái lék með Rosenborg frá 2014 til 2017.
Hann fór til Ísraels og þaðan til Búlgaríu. Levski Sofia hefur átt í vandræðum með að borga laun og samkvæmt heimildum 433.is fer hann frítt til Rosenborg.
Hólmar hefur verið inn og út úr íslenska landsliðinu síðustu ár en hann var í byrjunarliði í tapi gegn Belgíu á dögunum.
Varnarmaðurinn hefur verið í atvinnumennsku í tólf ár en hann fór 18 ára gamall þegar hann gekk í raðir West Ham á Englandi.
Hólmar vann norsku deildina 2015 og 2016 með Rosenborg og heldur nú til Þrándheims í annað sinn.