Keflavík sigraði sinn leik gegn Aftureldingu í dag og nálgast því Tindastól sem situr á toppnum. Tindastóll spilar hins vegar við Fjölni í dag og getur aukið forskot sitt með sigri í þeim leik. Víkingur R. sigraði botnlið Völsungs en það síðarnefnda hefur verið í miklu basli í sumar og er einungis með 3 stig. Haukar héldu þriðja sætinu eftir sigur gegn Gróttu.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins:
Völsungur 1-4 Víkingur R.
Haukar 2-1 Grótta
Keflavík 1-0 Afturelding
Fjölnir – Tindastóll