fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
433Sport

Snjallforrit fyrir ríka og fræga fólkið kom íslensku konunum í kynni við þá ensku

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. september 2020 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood og Phil Foden ensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu komust í kynni við íslenskar stúlkur í gegnum stefnumótaforritið Raya. Um er að ræða forrit sem aðeins útvaldir komast inn á.

Allir geta sótt um aðild að Raya en þangað komast aðeins örfáir inn, talað er um að aðeins átta prósent af þeim sem sækja um komist inn. Mál þess sem sækir um fer fyrir dómnefnd sem metur hvort aðilinn eigi heima þarna. Samkvæmt erlendum miðlum notar ríka og fræga fólkið Raya til að kynnast fólki.

Samkvæmt heimildum DV var það í gegnum þetta forrit sem Mason Greenwood komst í kynni við Nadíu Sif Líndal sem var önnur af íslensku stúlkunum sem heimsótti hótel enska landsliðsins síðasta sunnudag. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnarreglur þegar þeir hittu Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Eftir atvikið voru þeir reknir úr enska landsliðinu. Phil Foden og Lára Clausen kynntust svo í gegnum Nadíu og Mason eins og kom fram í samskiptum stúlknanna sem láku til fjölmiðla.

Notendur borga fyrir að vera á Raya en um er að ræða tæp 8 pund á mánuði, um 1500 íslenskar krónur. Þá getur notandi einnig keypt auglýsingu í forritinu sem er í snjallsímum. Samkvæmt heimildarmanni DV eru notendum Raya á Íslandi alltaf að fjölga.

Nadía hefur ekki viljað staðfesta að hún hafi kynnst Greenwood í gegnum Raya en fleiri stelpur komust í kynni við þá félaga í gegnum forritið samkvæmt heimildarmanni DV.

Fjöldi stjarna hefur notað þetta forrit en þar má nefna Demi Lovato, Channing Tatum, Niall Horan samkvæmt erlendum fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoraði sitt fyrsta mark í 392 daga – Fékk að taka vítaspyrnu

Skoraði sitt fyrsta mark í 392 daga – Fékk að taka vítaspyrnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester United – Bayindir í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester United – Bayindir í markinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Voru varaðir við því að kaupa hann í sumar – Yfirmaðurinn kom skiptunum í gegn

Voru varaðir við því að kaupa hann í sumar – Yfirmaðurinn kom skiptunum í gegn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skráði sig í sögubækurnar aðeins 16 ára gamall

Skráði sig í sögubækurnar aðeins 16 ára gamall
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Magnaðir leikmenn sem má ræða við í janúar – Fjórir í úrvalsdeildinni

Magnaðir leikmenn sem má ræða við í janúar – Fjórir í úrvalsdeildinni
Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíðindin af Aroni hafi komið mjög á óvart – „Hann er besti vinur minn í landsliðinu“

Tíðindin af Aroni hafi komið mjög á óvart – „Hann er besti vinur minn í landsliðinu“