fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Enskir landsliðsmenn brutu reglur hér á landi í gær – Fengu íslenskar stúlkur upp á hótel

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. september 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir landsliðsmenn Englands hafa komið sér í klípu eftir að hafa fengið heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum á hótel sitt hér á landi í gær. Stelpurnar sýndu frá ferð sinni á hótelið í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Mason Greenwood sóknarmaður Manchester United og Phil Foden miðjumaður Manchester City. Báðir komu við sögu í 0-1 sigri Englands á Íslandi á laugardag. Enska landsliðið fer af landi brott síðar í dag.

„Casual sunday hjá okkur XXXX. Hún var að bóka hótel til að hitta hvern?,“ segir önnur stelpan á myndbandinu og hin svarar. „Mason Greenwood, ég er stressuð. Mjög fokking stressuð.“

Foden á hótelinu í gær.

433.is hefur fengið það staðfest frá yfirvöldum hér á landi að Foden og Greenwood gerðust þarna sekir um brot á reglum. Á meðan lið koma saman í verkefni eiga þau aðeins að vera á hótelinu og á æfingum, leikmönnum er bannað að hitta aðra aðila. „Þeir fá ekki einu sinni leyfi til að hitta fjölskyldu sína,“ sagði starfsmaður KSÍ í samtali við 433.is.

Þær birta síðan myndbrot af Foden og Greenwood á hótelinu. Ekkert er óeðlilegt við ungir menn hitti ungar konur en þeir félagar gerðust með þessu sekir um alvarlegt brot á sóttvarnarreglum sem gilda hér á landi. Leikmennirnir voru á vinnustaðaundanþágu vegna leik síns hérlendis.

„Við höfðum ekki hugmynd um þessar reglur, þeir sögðu aldrei að við mættum ekki taka myndir. Við erum búnir að senda þeim og láta vita en þeir hafa ekki opnað það,“ sagði önnur stúlkan við blaðamann.

Hún kveðst hafa verið í sambandi við annan af þessum strákum í nokkra daga. „Eina sem ég get sagt er að ég var búinn að vera tala við annan þeirra í nokkra daga. Ég ætla ekki segja hvar,“ sagði stúlkan.

Greenwood á hótelinu

Stelpurnar ræddu báðar málið við blaðamann nú í morgun en vildu lítið segja. „Við viljum ekki ræða þetta, við viljum ekki koma þeim í klípu,“ sagði önnur stúlkan við blaðamann í morgun en stelpurnar voru miður sín að myndbandið og myndir af þeim væru í umferð. Myndbandið hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini en einhver hafi stungið þær í bakið með því að taka það upp og deila því áfram.

Mason Greenwood er 18 ára gamall og varð að stórstjörnu með Manchester United á síðustu leiktíð, hann er einhleypur. Foden er hins vegar í sambandi með Rebecca Cooke og eiga þau saman tæplega tveggja ára gamlan strák. Foden er tvítugur að aldri og byrjaði sinn fyrsta landsleik á laugardag en Greenwood þreytti frumraun sína þegar hann kom inn sem varamaður.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“