fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Stakk systur knattspyrnumanns fyrir utan skemmtistað – Ósáttur eftir að hafa fengið höfnun frá henni

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 15:54

Daisy Maguire - Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið greint frá slagsmálunum sem Harry Maguire, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, lenti í á dögunum.

Í dag greinir The Sun frá því að Joe Maguire, bróðir hans, hafi einnig tekið þátt í slagsmálunum. Þá segir fjölmiðillinn einnig frá því að Daisy Maguire, systir þeirra, hafi verið stungin og að það hafi verið kveikjan að slagsmálunum. Slagsmálin eru sögð hafa hafist fyrir utan skemmtistað eftir að „skuggalegur maður“ byrjaði að ræða við Daisy. Maðurinn fékk höfnun frá henni og ákvað þá að stinga hana í höndina sem olli því að það blæddi og í kjölfarið leið yfir hana.

Þá stigu bræðurnir Harry og Joe inn í leikinn og slagsmálin brutust út. Maguire-bræðurnir voru báðir handteknir í kjölfar slagsmálanna en gríska lögreglan staðfesti það meðal annars að Harry hafi verið með kjaft og síðan kýlt lögregluþjón. Þeir bræður voru báðir kærðir en sagt er að þeir hafi fengið að fara heim til Englands. Lögmaður á vegum þeirra mun flytja málið en þeir þurfa ekki að vera á staðnum.

Þann 5. september næstkomandi á enska landsliðið að spila í Þjóðardeildinni við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum. Vandræðagangurinn hjá Harry Maguire gæti gert það að verkum að hann fái ekki að spila gegn Íslandi, hvort sem hún haldi honum lengur í landinu eða þá að hann missi sætið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“
433Sport
Í gær

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham
433Sport
Í gær

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“