fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Lengjudeildin: Gary Martin gekk frá Þrótturum með þrennu – Leiknir aftur á toppinn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 21:44

Gary Martin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Þróttur gerði sér ferð til ÍBV í Vestmannaeyjum og Afturelding bauð Leikni R. í Mosfellsbæinn.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

ÍBV 3-0 Þróttur

Stuttu fyrir hlé virtist sem að bæði lið færu markalaus inn í seinni hálfleikinn en Gary Martin kom í veg fyrir það með marki fyrir ÍBV á 43. mínútu. Þróttur, sem hefur einungis fengið 1 stig í sumar, náði ekki að jafna leikinn í seinni hálfleik. Gary Martin gat hins vegar skorað meira en á 86. mínútu kom hann ÍBV í 2-0. Hann var þó enn hungraður í að skora og fullkomnaði þrennuna einungis fjórum mínútum síðar. Lokaniðurstaðan því 3-0 fyrir ÍBV.

Afturelding 2-3 Leiknir R.

Þegar sex mínútur voru frá upphafsflauti náði Vuk Dimitrijevic að koma Leiknismönnum yfir. Sólon Leifsson kom Leikni síðan í tveggja marka forystu stuttu fyrir hlé. Stuttu eftir hlé var Sólon aftur á ferðinni og skoraði þriðja mark Leiknismanna. Afturelding gafst þó ekki alveg upp en Kári Hlífarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 50. mínútu. Andri Jónasson náði síðan að minnka muninn enn meira í uppbótartíma. Það dugði þó ekki til og endaði leikurinn með sigri Leiknis sem skríður aftur á topp Lengjudeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“