Þrátt fyrir að bæði lið væru markalaus í fyrri hálfleik þá var eitthvað um færi í leiknum en hvorugt lið náði að setja boltann í netið fyrir hlé. Það breyttist hins vegar í seinni hálfleik en KR náði að brjóta ísinn snemma í fyrri hálfleik. Kennie Chopart sendi boltann á Pablo Punyed sem kláraði færið í fyrstu snertingu. Nokkrum mínútum síðar bætti KR við öðru marki en þar var á ferðinni Óskar Örn Hauksson.
Fylkir reyndu hvað þeir gátu að koma boltanum í net KR-inga en allt varð fyrir ekki. Þegar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tryggði KR sér sigurinn með marki sem Tobias Bendix Thomsen skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og KR fór heim úr Árbænum með þrjá punkta. KR er þar með komið í efsta sæti deildarinnar með 15 stig eftir 7 leiki.