Sirius skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu en Norrköping svöruðu með jöfnunarmarki tíu mínútum seinna. Snemma í seinni hálfleik komst Sirius aftur yfir og var staðan orðin 2-1.
Á 64. mínútu skoraði Sirius síðan þriðja mark sitt í leiknum en það gerði Yukiya Sugita, sem einnig skoraði fyrsta markið. Einungis tveimur mínútum fékk Norrköping dæmt á sig víti og skoraði Sirius úr því og komst þar með þremur mörkum yfir toppliðið.
Á 84. mínútu náði Norrköping að minnka muninn en mörkin urðu þó ekki fleiri en Ísak fékk gult spjald í uppbótartíma leiksins. Eftir tapið situr Norrköping þó enn í efsta sæti deildarinnar en Sirius er í því þriðja.