fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Ísak fékk gult spjald í fyrsta tapi Norrköping í sumar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson hafði ekki tapað leik með Norrköping í sænsku deildinni fyrir leikinn í dag gegn Sirius. Ísak, sem fæddur er árið 2003, byrjaði leikinn með Norrköping.

Sirius skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu en Norrköping svöruðu með jöfnunarmarki tíu mínútum seinna. Snemma í seinni hálfleik komst Sirius aftur yfir og var staðan orðin 2-1.

Á 64. mínútu skoraði Sirius síðan þriðja mark sitt í leiknum en það gerði Yukiya Sugita, sem einnig skoraði fyrsta markið. Einungis tveimur mínútum fékk Norrköping dæmt á sig víti og skoraði Sirius úr því og komst þar með þremur mörkum yfir toppliðið.

Á 84. mínútu náði Norrköping að minnka muninn en mörkin urðu þó ekki fleiri en Ísak fékk gult spjald í uppbótartíma leiksins. Eftir tapið situr Norrköping þó enn í efsta sæti deildarinnar en Sirius er í því þriðja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer ekki neitt í sumar

Fer ekki neitt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur segir frá örlagaríku símtali sínu í Arnar – „Þessu gleymi ég aldrei“

Vilhjálmur segir frá örlagaríku símtali sínu í Arnar – „Þessu gleymi ég aldrei“
433Sport
Í gær

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum
433Sport
Í gær

Enskir fjölmiðlar ekki sammála um hvaða framherja United ætlar að klófesta

Enskir fjölmiðlar ekki sammála um hvaða framherja United ætlar að klófesta