fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Emma fylgir Leeds í efstu deildina – Varð fyrir auðkennisþjófnaði

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Louise Jones var aldrei mikið fyrir fótbolta en í dag er hún ein vinsælasti lýsandi Leeds United TV. Á dögunum tryggði Leeds sér sæti í efstu deild Englands og mun Emma fylgja liðinu þangað. The Sun greinir frá þessu.

Emma tekur viðtöl bæði fyrir og eftir leiki fyrir LUTV auk þess sem hún vinnur á BBC Radio og heldur úti hlaðvarpi. Hún hefur náð miklum árangri í starfi síðan hún byrjaði en það er aðdáunarvert í ljósi þess að hún horfði aldrei á fótbolta áður en hún byrjaði. „En síðan ég byrjaði hjá Leeds þá er ég orðin aðdáandi!“ sagði Emma í viðtali við tímaritið Ourtown. „Stemningin, ástríðan og spennan hefur haft mikil áhrif á mig og nú er ég háværasti áhorfandinn á setti.“

Áður en Emma hóf störf hjá LUTV hafði hún bakgrunn í fjölmiðlun en hún viðurkennir að henni fannst það erfitt að spyrja viðmælendur að erfiðum spurningum. Hún segir að einu sinni hafi hún farið að gráta með viðmælanda en svoleiðis vandamál hafa ekki komið upp hjá Leeds, sérstaklega ekki á þessu tímabili. Hún segist vera mjög heppin með að hafa fengið starfið þar sem það var alltaf hennar draumur að vera í sjónvarpi.

Árið 2016 varð Emma fyrir auðkennisþjófnaði. Hún komst að því að fólk væri að nota myndir af henni til að setja upp falska aðganga á stefnumótasmáforritinu Tinder. Þar var hún meðal annars sögð heita Anna og að hún ynni í matvöruverslun. Þá var fólk einnig að nota myndir af henni með því yfirskini að hún væri flugfreyja og þjónustustúlka til að komast á stefnumót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu hvað hann birti eftir háværa orðróma um brottför til Manchester United

Sjáðu hvað hann birti eftir háværa orðróma um brottför til Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer ekki neitt í sumar

Fer ekki neitt í sumar
433Sport
Í gær

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum
433Sport
Í gær

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum