Það er ljóst að Manchester United, Chelsea og Leicester geta ekki öll náð Meistaradeildarsæti en eitt þessara liða mun þurfa að spila í Evrópudeildinni á næsta ári. Þá er samkeppnin um Evrópudeildarsætin mjög hörð en Tottenham, Wolves, Arsenal og Sheffield United eiga öll möguleika á að krækja sér í Evrópudeildarsæti. Einungis eitt þessara liða mun þó ná því og því er það mikilvægt fyrir öll þessi lið að sækja alla mögulega punkta í síðustu tveimur leikjunum.
DailyMail deildi í dag töflu frá StatsPerform þar sem búið er að reikna út líkurnar á því hvar lið enda í deildinni. Samkvæmt töflunni eru til dæmis tæplega 69% líkur á því að Leicester nái ekki Meistaradeildarsæti. Þá eru 59% líkur á að Arsenal missi af því að spila í Evrópudeildinni á næsta ári en líklegast þykir að annað hvort Tottenham eða Wolves tryggi sér Evrópudeildarsæti.
Fallbaráttan er í enn fullum gangi þar sem fjögur lið eiga á hættu að elta Norwich niður um deild. Líklegast þykir að Annað hvort Aston Villa eða Bournemouth falli en báðum liðum eru gefnar tæplega 50% líkur á falli.
Líkindatöfluna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: