fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433

Stefnan í Garðabæ að búa til lið sem verður Íslandsmeistari

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. júlí 2020 11:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kannast flestir knattspyrnuaðdáendur við Guðjón Pétur Lýðsson en hann hefur lengi verið einn öflugasti leikmaður úrvalsdeildar karla og spilar í dag með Stjörnunni.

Guðjón hefur átt farsælan feril sem miðjumaður en hann hóf ferilinn hjá Haukum í meistaraflokki árið 2006 og var stuttu seinna farinn í Stjörnuna. Guðjón hefur komið víða við síðustu 14 ár og spilaði til að mynda í atvinnumennsku með Helsingborg í Svíþjóð árið 2011 á láni frá Val. Í dag er Guðjón leikmaður Stjörnunnar en á lokadegi félagaskiptagluggans skipti hann yfir í Garðabæ eftir eitt ár hjá Blikum þar sem hann spilaði 25 leiki og skoraði tvö mörk.

Fór frá Val

Það vakti töluverða athygli þegar Guðjón sagði skilið við Breiðablik en hann segir að Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hafi ekki haft not fyrir hann í Kópavoginum. „Mér fannst ekki lengur einlægur vilji þjálfara míns að hafa mig í félaginu sem ég var í og ég fæ að fara mína leið. Þetta kom mér mjög á óvart en úr því sem komið var þá sá hann mig ekki sem lykilmann og ekki leikmann sem væri að fara spila stóra rullu og þá fannst mér best að sjá hvað annað væri í boði. Mér fannst Stjarnan mest spennandi af því.“

Við spurðum Guðjón í kjölfarið hvort hann hefði trú á því að verða fastamaður í annars sterku liði Stjörnunnar. Guðjón tekur ekki illa í það að þurfa að vinna sér inn sæti í Stjörnuliðinu og er ánægður með að vera undir stjórn þjálfarateymis sem vill hafa hann í hópnum.

Ekki vandamál að vera bekkjaður

„Ég hef trú á mínum hæfileikum. Það er alveg sama hvar ég er, ég hef áður verið bekkjaður og þurft að vinna mig aftur inn í liðið og hef gert það hjá Óla Kri á sínum tíma, Adda Grétars og meira að segja hjá Óla Jó þannig að það hefur aldrei verið vandamál að setja mig á bekkinn. Ég hef yfirleitt komið sterkari til baka og sannað mig. Í þessu tilfelli þá var það mín tilfinning að þjálfaranum leið illa með að hafa mig í hópnum þannig að þá er betra að fara. Þótt að ég viti að hópurinn sjálfur hafi verið ósáttur með þetta. Ef þjálfaranum líður betur þá eru meiri líkur á árangri og ég sá fram á að ég vildi vera þar sem þjálfarinn vildi hafa mig.“

Allir í sóttkví

Stjarnan hefur ekki spilað mótsleik í dágóðan tíma þar sem leikmenn liðsins eru í sóttkví. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik þann 24. júní og viðurkennir Guðjón að kringumstæðurnar séu ekki þær bestu. „Þetta er eiginlega hræðilegt en á móti kemur að þá gefur þetta smá tíma til þess að komast inn í klúbbinn. Ég hef verið að æfa og hitta fólk þó ég hitti ekki beint leikmennina. Ég hef minnstar áhyggjur af því, ég þekki flesta leikmennina vel og ég verð fljótur að komast inn í hópinn. Ég veit að þetta eru toppmenn í Stjörnunni og þar eru fullt af flottum karakterum.“

Vinsæll í endurkomur

Guðjón hefur fjórum sinnum á ferlinum endursamið við fyrrum félög, Hauka, Breiðablik, Val og nú Stjörnuna en hann lék með Stjörnunni í eitt tímabil 2007 til 2008. „Það virðist vera að lið sem ég hef verið í vilja fá mig aftur. Ég er krefjandi fyrir menn, kröfuharður og set miklar kröfur á sjálfan mig og alla í kringum mig. Vonandi er ég með því að lyfta öllum á hærra plan. Ég hef þá trú að ég hafi gert þau lið sem ég var í betri og menn kannski átta sig á því að það er ekki bara það sem maður gerir á vellinum heldur líka utan vallar og í félaginu sem skiptir máli og ég held að ég sé sterkur þar.“

Árið 2018 var mikið talað um samband Guðjóns og Ólafs Jóhannessonar, þáverandi þjálfara Vals. Í fjölmiðlum var talað um svokallað love/hate samband þeirra tveggja en Guðjón samdi við KA árið 2018 fór svo strax í Breiðablik stuttu seinna. Guðjón hefur persónulega ekkert á móti Óla og segir ekkert nema gaman að vera hluti af hans liði.

Inni og úti

„Ég ber gífurlega virðingu fyrir Óla Jó og það er hrikalega gott að vera leikmaður í hans liði. Ég veit að strákarnir tala mjög vel um Rúnar svo ég veit að ég er að koma inn í skemmtilegt umhverfi þar sem eru kröfur en skemmtilegt að vera. Það er ótrúlega mikilvægt á Íslandi því menn eru að fá smá aur en alltof lítið miðað við tímann sem þeir eyða í þetta og þá verður þetta að vera skemmtilegt. Það hrikalega gaman með Óla og mikil stemning í kringum hann. Hann gefur mikið af sér og það smitast út í hópinn. Ég og Óli töluðum alltaf mjög hreint út. Fyrsta árið mitt hjá Val spilaði ég alla leiki en svo koma smá tími sem ég var út úr liðinu. Svo árið eftir spila ég allar mínúturnar í leiknum þegar við verðum Íslandsmeistarar og svo árið eftir þá er ég inn og út. Ég hef aldrei verið fúll út í Óla sem persónu en auðvitað geta ég og Óli þjálfari verið ósammála.“ Stjarnan er með gríðarlega sterkt lið og segir Guðjón að liðið sé nógu sterkt til að enda í efsta sæti. „Ekki spurning. Stjarnan er með lið sem getur farið alla leið og það er klárlega stefnan í Garðabæ að búa til lið sem verður Íslandsmeistari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband

De Bruyne áfram á Englandi? – Enskt félag hefur samband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir mikilvæga leiki í Evrópu – Er opinn fyrir því að fara í sumar

Varpar sprengju fyrir mikilvæga leiki í Evrópu – Er opinn fyrir því að fara í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað hann birti eftir háværa orðróma um brottför til Manchester United

Sjáðu hvað hann birti eftir háværa orðróma um brottför til Manchester United
433Sport
Í gær

Fer ekki neitt í sumar

Fer ekki neitt í sumar
433Sport
Í gær

Heimsfrægur maður nær óþekkjanlegur – Sjáðu hvernig hann lítur út í dag

Heimsfrægur maður nær óþekkjanlegur – Sjáðu hvernig hann lítur út í dag
433Sport
Í gær

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun