Keflavík var ekki lengi að brjóta ísinn en á 4. mínútu skoraði Joey Gibbs fyrsta mark þeirra. Það var þó bara byrjunin því á næstu 20 mínútum átti Keflavík eftir að skora þrjú önnur mörk. Næstu tvö mörk skoraði Adam Pálsson og Joey Gibbs skoraði síðan annað mark á eftir honum. Eftir 26 mínútur voru Keflavíkurmenn komnir með fjögurra marka forustu en þeir héldu henni þar til flautað var af. Þróttarar uppskáru ekkert nema tvö gul spjöld í leiknum.
Eins og áður kemur fram hafa Þróttarar tapað öllum leikjum sínum það sem af er á tímabilinu. Þegar að er gáð má reyndar sjá að Þrótti hefur ekki tekist að vinna leik í 1. deildinni í tæplega ár en liðið vann síðast í deildinni þann 30. júlí í fyrra. Ljóst er að Þróttarar þurfa að gera mun betur svo liðið verði ekki í fallbaráttu þegar líður á sumarið.