Vonarstjarnan Ísak Bergmann Jóhannesson hefur undanfarið átt gott mót í sænsku úrvalsdeildinni en Ísak er einungis 17 ára gamall. Hann hefur verið í byrjunarliði Norrkoping undanfarna leiki og bæði skorað og lagt upp mörk.
Sænski fjölmiðillinn Dplay Sport deildi myndbandi á Twitter síðu sinni í dag þar sem litið var inn á heimili Ísaks. Þegar gengið er inn á heimilið má sjá götukort af Akranesi en Ísak ólst þar upp. „Þetta er það fyrsta sem ég sé þegar ég geng inn og þetta er uppáhalds staðurinn minn í íbúðinni minni.“
Ísak er með myndir af ýmsum fótboltamönnum í íbúðinni sinni. Ryan Giggs, Cristiano Ronaldo, Eden Hazard og Kevin de Bruyne eru meðal þeirra sem hanga á veggnum hann hrósar de Bruyne sérstaklega fyrir að vera góður maður utan vallar líka. „Ef maður er ekki góður maður, hvað er maður þá?“
Myndbandið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Vi följde med Ísak Bergmann Jóhannesson hem och fick höra mer om bakgrunden, uppväxten, familjen, idolerna och framtiden: "Är man inte en bra person, då är man ingenting" pic.twitter.com/YECvRrit5P
— Dplay Sport 🇸🇪 (@Dplay_Sport) July 16, 2020