„Við vildum ekki enda tímabilið svona en þetta gefur skýra sýn í það hvernig tímabilið er búið að vera,“ sagði Messi eftir leikinn. „Við vorum mjög óstöðugt og mjög slappt lið.“
Messi segir að liðið verði að líta í eigin barm eftir tímabilið. „Við erum Barcelona og við verðum að vinna allt. Við getum ekki horft á Real Madrid, þeir gerðu vinnuna sína en við höfum hjálpað þeim mikið.“
Þá er Messi einnig efins um möguleika liðsins til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í fyrri leik 16-liða úrslitanna. Barcelona verður því að vinna ítalska liðið eða gera 0-0 jafntefli til að komast áfram. „Ef við viljum vinna Meistaradeildina þá þurfum við að breyta miklu. Ef við höldum svona áfram þá munum við tapa gegn Napoli.“