Stuðningsmenn Leeds eru eflaust hoppandi um af gleði þessa stundina þar sem Leeds er komið upp í efstu deild.
Leeds þurfti einungis á einu stigi að halda til að tryggja sér sæti í efstu deild eftir síðasta sigur. Leeds þurfti þó ekki að bíða lengi því rétt í þessu náði Huddersfield að sigra West Bromwich Albion sem situr í öðru sæti deildarinnar.
Þetta tap hjá W.B.A gæti orðið þeim dýrkeypt því liðið í þriðja sæti, Brentford, á leik til góða og gæti nappað öðru sætinu af þeim.