Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni í dag að knattspyrnuaðdáendur gætu mætt aftur á völlinn í október en áhorfendapallarnir hafa verði tómir síðan deildin byrjaði aftur að rúlla. The Sun greinir frá þessu.
„Frá 1. ágúst munnum við prófa að hafa stærri samkomur á stöðum eins og knattspurnuvöllum,“ sagði Boris en planið er að prófa að opna hægt og rólega með það að sjónarmiði að opna alveg um haustið. „Í október er stefnan síðan að koma áhorfendum aftur í stúkuna með sóttvarnir í fyrirrúmi.“ Þessi yfirlýsing forsætisráðherrans rennur eflaust ljúft í eyru knattspyrnuaðdáenda í Bretlandi.
Leikmenn munu þó áfram um sinn þurfa að virða strangar reglur til að koma í veg fyrir smit. Það þýðir líklegast að búningsklefarnir verði ekki þétt setnir um sinn auk þess sem leikmenn skoli svitann af sér heima.