Manchester United lagði Crystal Palace í kvöld á útivelli og hélt þannig sigurgöngu sinni áfram. Afar góð úrslit fyrir United menn sem þurfa á öllum mögulegum punktum að halda til að ná í Meistaradeildarsæti. Anthony Martial og Marcus Rashford skoruðu mörkin fyrir United en leikurinn fór 0-2.
Á sama tíma fór fram leikur Southampton og Brighton en sá leikur fór 1-1. Neal Maupay kom Brighton snemma yfir en Danny Ings jafnaði fyrir Southampton í seinni hálfleik. Brighton hefði mátt við þremur punktum þar sem liðið er ekki enn orðið öruggt frá falli.