Leikurinn fór 2-1 en Karim Benzema skoraði bæði mörk Madrid. Iborra minnkaði muninn á lokaköflum leiksins fyrir Villareal en það var ekki nóg. Með sigrinum í kvöld er Real Madrid með 7 stiga forskot á Barcelona, sem situr í öðru sætinu.
Ef Madrid hefði tapað í kvöld hefði Barcelona átt möguleika með sigri í kvöld. Börsungarnir töpuðu þó sínum leik óvænt í kvöld gegn Osasuna en sá leikur fór 1-2.