Andre Schurrle hefur verið leystur undan samningi hjá Borussia Dortmund en þetta var staðfest af félaginu.
Í síðustu viku reyndi Dortmund að losna við Schurrle fyrir aðeins tvær milljónir punda en það gekk ekki upp.
Schurrle var samningsbundinn Dortmund til ársins 2021 en það var sameiginleg ákvörðun félagsins og hans að rifta samningnum.
Schurrle lék með CSKA Moskvu á láni á þessu tímabili en þótti ekki standast væntingar.
Schurrle kostaði Dortmund 27 milljónir punda árið 2016 og á einnig að baki leiki fyrir Chelsea.