fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
433Sport

Varð reglulega fyrir rasisma; ,,Ein versta manneskja sem ég hef hitt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fafa Picault, leikmaður FC Dallas, hefur opnað sig um erfiða tíma er hann var á mála hjá Cagliari á Ítalíu.

Picault er upprunarlega frá Haítí en hann var efnilegur leikmaður og var fenginn til Cagliari á unglingsárunum.

Þar þurfti Picault að upplifa viðbjóðslegan rasisma frá þjálfara varaliðsins sem kallaði hann reglulega ljótum rasískum nöfnum.

,,Það eru mismunandi tegundir af rasisma. Ég hef þurft að upplifa það í búningsklefanum og á vellinum,“ sagði Picault.

,,Þegar ég fór til Ítalíu var ég um 16 ára gamall og byrjaði að æfa með aðalliðinu ári seinna. Ég var eins og aðrir og æfði með aðalliðinu og spilaði með varaliðinu.“

,,Þjálfarinn í varaliðinu á þessum tíma er líklega ein versta manneskja sem ég hef hitt. Daglega þá þurfti ég að taka því að hann kallaði mig apa eða sagði mér að fara aftur í frumskóginn í Afríku.“

,,Hann sagði að svartir leikmenn væru ekki tæknilega góðir, að ég væri bara fljótur, að ég væri hérna til að hlaupa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýliðarnir ræða við Onana

Nýliðarnir ræða við Onana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Létu Óla Val heyra það í kjölfar afar umdeilds atviks í gær

Sjáðu myndbandið: Létu Óla Val heyra það í kjölfar afar umdeilds atviks í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rikki G tók tvo menn fyrir eftir atburðina fyrir norðan – „Tölum bara hreint út“

Rikki G tók tvo menn fyrir eftir atburðina fyrir norðan – „Tölum bara hreint út“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nokkuð miklar líkur á að hann fari – Stóru seðlarnir heilla

Nokkuð miklar líkur á að hann fari – Stóru seðlarnir heilla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndi frekar mæta Rice og Rodri en leikmanni Chelsea

Myndi frekar mæta Rice og Rodri en leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal sagt undirbúa stórt tilboð í leikmann Barcelona

Arsenal sagt undirbúa stórt tilboð í leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Brotnaði saman á pizzastað á Egilsstöðum – „Þarna var hjartað á milljón“

Brotnaði saman á pizzastað á Egilsstöðum – „Þarna var hjartað á milljón“
433Sport
Í gær

Verið stórkostlegur í vetur en hefði íhugað að fara til Sádi í fyrra

Verið stórkostlegur í vetur en hefði íhugað að fara til Sádi í fyrra