fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
433Sport

Lét óboðleg og rasísk ummæli falla í garð Gunnars: ,,Drullastu heim til Namibíu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmaður Berserkja varð fyrir rasisma í gær er liðið spilaði við Skallagrím í 4.deild karla hér heima.

Frá þessu greinir Einar Guðnason sem hefur leikið með liðinu síðan 2007 og einnig séð um þjálfun.

Einar greindi frá því á Twitter að leikmaður Skallagríms hefði látið rasísk ummæli falla í garð leikmanns Berserkja. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Skallagríms.

Fótbolti.net ræddi við Viktor Huga Henttinen, aðstoðarþjálfara Berserkja í kjölfarið og fór hann út í frekari smáatriði.

„Ég var á hliðarlínunni og var því ekki í hitanum en það sem strákarnir segja mér og vinir okkar í Skallagrími eru sammála okkur þá varð smá hiti og einhverjar tæklingar. Í kjölfarið snýr leikmaður númer fimmtán í Skallagrími [Atli Steinar Ingason] sér við og segir ‘drullastu heim til Namibíu’ við Gunnar Jökul Johns, leikmann okkar,“ segir Viktor við Fótbolta.net.

,,Kormákur Marðarson, leikmaður okkar, hafði heyrt fimm mínútum áður, sama einstakling númer 15 kalla Gunnar ‘apakött’. Kormákur spurði númer 15 hvað kallaðiru hann og hann endurtók ‘apaköttur’. Þetta er leiðinlegt mál.“

Greint er frá því að atvikið hafi átt sér í byrjun seinni hálfleiks en stuttu seinna var Atli Steinar tekinn af velli.

Það má búast við að KSÍ skoði þetta atvik nánar og á leikmaðurinn vonandi yfir höfði sér refsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot hlær að sögusögnunum – ,,Trúir þú alltaf blaðamönnum?“

Slot hlær að sögusögnunum – ,,Trúir þú alltaf blaðamönnum?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jackson tryggði Chelsea dýrmæt stig

England: Jackson tryggði Chelsea dýrmæt stig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að Víkingar mæti með peningaupphæðir sem ekki er hægt að hafna

Telur að Víkingar mæti með peningaupphæðir sem ekki er hægt að hafna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool óttast PSG og mun hefja viðræður strax

Liverpool óttast PSG og mun hefja viðræður strax
433Sport
Í gær

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“
433Sport
Í gær

Telur að Arteta sé að horfa á annað lið en Real Madrid

Telur að Arteta sé að horfa á annað lið en Real Madrid
433Sport
Í gær

Mate Dalmay gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni – Óvænt úrslit í Bestu deildinni og úrslitakeppnirnar á fullu

Mate Dalmay gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni – Óvænt úrslit í Bestu deildinni og úrslitakeppnirnar á fullu
433Sport
Í gær

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“