fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
433Sport

Margir hefðu gefist upp en Gummi Ben hélt áfram: ,,Ég er handónýtur og get kennt sjálfum mér um“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 19:30

Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar í gær og ræddu þeir félagar um ýmis mál.

Það var auðvitað farið vel yfir feril Gumma Ben sem var gríðarlega efnilegur á yngri árum og eftirsóttur af mörgum stórliðum.

Ferill Gumma er örlítil sorgarsaga en hann sleit krossband mörgum sinnum og fór fyrst út til Belgíu árið 1991 og samdi við Germinal Ekeren.

Markmið Gumma var ávallt að verða besti leikmaður heims en eftir mörg slit þá áttaði hann sig á því að það væri ekki möguleiki eftir allt saman.

,,Það eina sem ég veit er að ég ætlaði að fara alla leið. Ég ætlaði að verða bestur í heimi,“ sagði Gummi við Sölva.

,,Það var ekkert flóknara en það, ég ætlaði að verða bestur í heimi og ég þurfti því miður að breyta þeim plönum þó ég hafi ekki breytt þeim eftir fyrstu krossbandaslitin og heldur ekki eftir önnur. Það var svona eftir þriðju eða fjórðu sem ég fór að hugsa: ‘Ég næ líklega ekki að verða bestur í heimi en ég ætla að gera það besta úr þessu.’

,,Ég tek þá ákvörðun, eins og ég segi voru þessi tvö lið sem stóðu eftir, eftir ég meiddist illa. Ég tek þá ákvörðun að fara til Belgíu og geri þriggja ára samning þar og slít svo aftur eftir að ég byrja að æfa. Ég hugsa að ef ég hefði ekki farið út og tekið endurhæfingu heima þá finnst mér líklegt að ég hefði gefist upp þar.“

,,Þetta var vinnan mín þarna úti og það var ekkert annað í boði en bara áfram og að reyna aftur og aftur. Ég held að það hafi hjálpað mér að vera í því umhverfi, þetta var vinnan mín að spila fótbolta.“

Sölvi spyr Gumma í kjölfarið hvernig tilfinning það sé að slíta krossband svo oft og vita hvað koma skal í endurhæfingu.

Krossbandaslit eru ein verstu meiðsli sem knattspyrnumaður getur upplifað en það tekur marga mánuði að komast aftur á rétta braut.

,,Þetta er ógeðslegasta tilfinning sem þú færð sem íþróttamaður. Þetta gerist í fyrsta skiptið og þá er þetta hundfúllt en þú veist ekkert hvað þú ert að fara út í og nærð að jafna þig. Svona meiðsli eru alltaf sexc mánuðir hið minnsta. Þeir tala svo um það að það taki tvö ár að ná fullum styrk. Miðað við allar aðgerðirnar hefði ég náð fullum styrk kannski núna.“

,,Ég er handónýtur og ég get kennt sjálfum mér um. Trekk í trekk var mér bent á það af læknum að ef ég hefði áhuga á að ganga þá væri best bara að hætta þessu. Ég spilaði til 35-36 ára aldurs og það var ekki gáfulegt en ég sé ekki neitt eftir því. Þetta var og er það skemmtilegasta sem ég geri, að spila fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þarf Arsenal að óttast Sádi Arabíu?

Þarf Arsenal að óttast Sádi Arabíu?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Goðsögnin snýr aftur eftir fjögurra ára fjarveru

Goðsögnin snýr aftur eftir fjögurra ára fjarveru
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kane missir af leiknum sem hann hefur beðið eftir í langan tíma

Kane missir af leiknum sem hann hefur beðið eftir í langan tíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Báðu stjórann um að tapa leiknum svo erkifjendurnir myndu ekki vinna titilinn

Báðu stjórann um að tapa leiknum svo erkifjendurnir myndu ekki vinna titilinn
433Sport
Í gær

Stjarnan byrjuð að hitta „fallegustu konuna á TikTok“ – Var áður með liðsfélaga hans

Stjarnan byrjuð að hitta „fallegustu konuna á TikTok“ – Var áður með liðsfélaga hans
433Sport
Í gær

Féll en hefði verið betri kostur fyrir United en Amorim – ,,Erfitt að gera verri hluti“

Féll en hefði verið betri kostur fyrir United en Amorim – ,,Erfitt að gera verri hluti“
433Sport
Í gær

Óvænt á leið í Meistaradeildina og vilja fá stórt nafn í sumar

Óvænt á leið í Meistaradeildina og vilja fá stórt nafn í sumar
433Sport
Í gær

Slot hlær að sögusögnunum – ,,Trúir þú alltaf blaðamönnum?“

Slot hlær að sögusögnunum – ,,Trúir þú alltaf blaðamönnum?“