Eric Dier, leikmaður Tottenham, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann en þetta var staðfest í kvöld.
Dier fór upp í stúku í leik gegn Norwich í bikarnum í mars og elti þar áhorfenda.
Miðjumaðurinn þarf að borga 40 þúsund pund í sekt og verður ekki nothæfur í næstu leikjum Tottenham.
Tottenham á fimm leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni og nær Dier aðeins leik við Crystal Palace.
Stuðningsmaðurinn umtalaði hafði öskrað á bróðir Dier og sá enski landsliðsmaðurinn það sem átti sér stað og greip inn í.