fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
433Sport

Víkingur og Sölvi senda frá sér yfirlýsingu: ,,Í hita leiks­ins snar­reidd­ist ég þar sem ég taldi mig órétti beitt­an“

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 16:17

Sölvi og Kári á góðri stundu. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir leik liðsins við KR í úrvalsdeild karla um helgina.

Allt varð vitlaust á KR-vellinum í 2-0 sigri heimamanna en þrír Víkingar fengu að líta beint rautt spjald í viðureigninni.

Þar á meðal var Sölvi Geir Ottesen sem sagði fjórða dómara á meðal annars að ,,fokka sér“ er hann gekk af velli.

Knattspyrnudeild Víkings sendi frá sér yfirlýsingu og segist Sölvi að sama skapi harma eigin framgöngu í hita leiksins.

Víkingar skora á KSÍ að fara vel yfir atvikin og eru ekki sammála þeim spjöldum sem fóru á loft.

Yf­ir­lýs­ing frá Knattspyrnudeild Vík­ings og Sölva Geir Ottesen:

,,Knatt­spyrnu­deild Vík­ings lýs­ir yfir furðu sinni með fram­göngu dóm­ara í leik KR og Vík­ings á laug­ar­dag og skor­ar á dóm­ara­nefnd KSÍ að fara ræki­lega yfir mál­in. Að sama skapi telj­um við fram­komu Sölva Geirs Ottesen í kjöl­far rauða spjalds­ins sem hann fékk í leikn­um óá­sætt­an­lega. Það er ljóst að fé­lagið verður án þriggja sterkra leik­manna á miðviku­dag í leikn­um gegn Val þar sem all­ir leik­menn­irn­ir eru á leið í leik­bann. Það er skoðun okk­ar að dóm­ar­inn hafi gert mis­tök þegar hann lyfti rauða spjald­inu í öll­um til­fell­um. Mis­tök sem geta reynst fé­lag­inu ákaf­lega dýr.“

Sölvi Geir Ottesen:

„Ég harma fram­göngu mína eft­ir að hafa fengið brott­vís­un í leik KR og Vík­ings sl. laug­ar­dags­kvöld. Í hita leiks­ins snar­reidd­ist ég þar sem ég taldi mig órétti beitt­an eft­ir að leikmaður KR ýtti mér svo ég féll á ann­an leik­mann liðsins. Dóm­ari leiks­ins mat það sem vilja­verk að vinstri hand­legg­ur minn hafi lent í anditi leik­manns KR sem lá á vell­in­um. Ég átti hins veg­ar ekk­ert sök­ótt við leik­mann­inn, ásetn­ing­ur­inn var eng­inn og ég var aðeins að reyna að verj­ast falli.

,,Þrátt fyr­ir öll máls­at­vik á leikmaður með mína reynslu, og fyr­irliði Vík­ings, hins veg­ar að vita bet­ur og viðbrögð mín í hita leiks­ins voru mér, liðsfé­lög­um og Knatt­spyrnu­fé­lagi Vík­ings ekki til sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var ekki hleypt í eitt einasta viðtal í gær

Var ekki hleypt í eitt einasta viðtal í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu uppákomuna í fagnaðarlátum Liverpool sem mörgum var brugðið yfir – Hið sanna er þó komið í ljós

Sjáðu uppákomuna í fagnaðarlátum Liverpool sem mörgum var brugðið yfir – Hið sanna er þó komið í ljós
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enginn á roð í Mbappe

Enginn á roð í Mbappe
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: KR hélt sýningu og burstaði ÍA

Besta deildin: KR hélt sýningu og burstaði ÍA
433Sport
Í gær

Besta deildin: Fyrsta tap Vestra staðreynd

Besta deildin: Fyrsta tap Vestra staðreynd
433Sport
Í gær

Gefur drauminn upp á bátinn og skráði sig í herinn – Vill aðstoða Úkraínu gegn Rússlandi

Gefur drauminn upp á bátinn og skráði sig í herinn – Vill aðstoða Úkraínu gegn Rússlandi
433Sport
Í gær

Sögusagnirnar um De Bruyne ekki réttar

Sögusagnirnar um De Bruyne ekki réttar
433Sport
Í gær

„Ég er ekki viss um að það sé húmor fyrir því að eilífu“

„Ég er ekki viss um að það sé húmor fyrir því að eilífu“