Issa Diop, leikmaður West Ham, er sterklega orðaður við lið eins og Chelsea og Manchester United sem og fleiri lið þessa stundina.
Stórliðin eru sögð hafa áhuga á Diop í sumar varnarmaðurinn er ekki að hugsa um þessar sögusagnir.
,,Það eru engar viðræður í gangi. Mér er alveg sama hvort lið hafi áhuga á mér. Ekkert hefur breyst,“ sagði Diop.
,,Yfirleitt eru það vinir mínir sem senda mér skjáskot af þessu, ég er ekki sá sem fær að heyra fyrst af þessu.“
,,Í alvöru, mér er drullusama um það sem er í blöðunum. Ég einbeiti mér ekkert að þessu og þetta kemur mér ekki við.“