fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Ungstirni Manchester United fer frítt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júní 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Gomes leikmaður Manchester United hefur hafnað því að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu og fer frítt eftir morgundaginn.

Gomes er 19 ára gamall og hefur fengið nokkur tækifæri hjá aðalliði United. Félagið vildi gefa honum nýjan samning.

Viðræður hafa átt sér stað milli Gomes og United en ekkert samkomulag er í höfn. Samningur hans er á enda á morgun.

Gomes er á óskalista Juventus og Chelsea og ætti að finna sér nýtt félag. „Ég hef ekki rætt við hann í gær eða í dag og það er líklega ekkert samkomulag,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um stöðu mála.

Gomes hefur lengi verið í herbúðum United og miklar væntingar hafa verið gerðar til hann en hann fer nú frítt frá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar