Engar æfingar verða hjá kvennaliði Selfoss í dag og leikur hjá 2 flokki félagsins vegna grunns um kórónuveirusmit í herbúðum félagsins hefur verið frestað. Þetta fékk 433.is staðfest úr herbúðum félagsins rétt í þessu
Einn leikmaður liðsins hefur verið talsvert veik og er á leið í próf vegna veirunnar, vænta má niðurstöðu í kvöld eða á morgun.
Smit kom í efstu deild kvenna í gær þegar einn leikmaður Breiðabliks greindist með veiruna. Fjöldi fólks er í sóttkví vegna þess.
Selfoss og Breiðablik áttust við 18 júní degi eftir að umræddur leikmaður Breiðabliks kom heim til landsins. Hún fór í próf fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli við heimkomu og ekkert smit greindist í henni. Hún fór í annað próf í gær og greindist með smit.
Umræddur leikmaður Selfoss hefur fundið fyrir einkennum og samkvæmt heimildarmanni er hún talsvert veik. Leikmaður Breiðabliks hefur ekki fundið nein einkenni.