fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Höddi Magg bálreiður eftir þungar ásakanir: „Því miður virðist botninn vera endalaus“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 14:04

Vilhelm Gunnarsson © 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll spjót beindust að Herði Magnússyni, fyrrum starfsmanni á Stöð2 Sport í gærkvöldi þegar fyrrum samstarfsmenn og fleiri fóru að saka hann um að sigla undir fölsku flaggi á samfélagsmiðlinum Twitter. Garðar Örn Arnarson pródúsent á Stöð2 benti fyrstur á þetta og grunaði Hörð um að notast við aðgang sem kallar sig Ásgeir. Skömmu eftir að hafa velt þessu upp þá skrifaði Garðar. „Staðfest,“ og fullyrti þar að um Hörð væri að ræða.

Fleiri tóku í sama streng og Garðar og fóru að gruna að þarna væri Hörður að verki. Notandinn Ásgeir hefur mikinn áhuga á Liverpool, FH, Þrótti. Ásgeiri líkar það einnig þegar Herði er hrósað og fjölskyldu Harðar gerir vel. Þetta tengdu margir við Hörð sem hafnar þessu alfarið og birtir harðorðan pistil á Facebook í dag.

„Hvenær stoppar þetta,“ skrifar Magnús Haukur Harðarson sonur Hödda Magg á Twitter og birtir færslu hans af Facebook.

Í færslu sinni segir Hörður. „Ekki veit ég hve lágt er hægt að leggjast en því miður virðist botninn vera endalaus,“ skrifar Hörður en honum var sagt upp á Stöð2 Sport síðasta haust og hafði þá skömmu áður hætt á Twitter.

„Einn af yfirmönnum á Stöð2 Sport sakar mig um að sigla undir fölsku flaggi á Twitter. Nokkrir aðilar sem tengjast stöðinni beinum eða óbeinum þætti taka svo hressilega undir. Hvernig ætlar Vodafone/Sýn að tækla þetta,“ skrifar Hörður.

Færslur Ásgeirs:

Þegar farið var að saka notandann Ásgeir á Twitter í gær um að vera í raun Hörður Magnússon fór notandinn að reyna að fjarlægja færslur út, margar af þeim eru þó enn inni. Ásgeir hefur mikla skoðun á því sem er í gangi á Stöð2 Sport og les yfir nokkrum starfsmönnum stöðvarinnar en hrósar öðrum. Gary Martin er ítrekað kallaður „Cunt“ og Eiður Smári Guðjohnsen fær hárblásari frá Ásgeir. Ásgeir virðist ekki þola þá sem koma að hlaðvarpsþættinum Dr. Football og kallar Kristján Óla Sigurðsson meðal annars aumingja.

„Sgeir8 er fake notendanafn Hödda Magg. Vísun í heilagan Steven Gerrard no 8. You can’t make this shit up. Hefði mælt með að vera aðeins frumlegri í nafni og ekki læka allt sem tengist fjölskyldunni og Liverpool,“ skrifar Kristján Óli á Twitter.

Hér að neðan má sjá brot af þeim færslum frá notandanum Ásgeiri sem Hörður er sakaður um að stýra en þessi öflugi íþróttafréttamaður hafnar alfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi